28.5.08
Seby Ciurcina - AM I A GOOD PERSON?

Um myndlistamannin Seby:
Þótt Seby Ciurcina umbreyti sýningarsölum sínum með einum eða fleirum stórum máluðum hlutum (bílum, vængjum (eða flyglum), grímum), þá hafa andlitsmyndir hans sem festar hafa verið á veggina tvöföld áhrif: annars vegar lýsa þær persónulegu sambandi málarans við þá manneskju sem máluð er, eða tengslum milli hinnar máluðu manneskju og gesta sýningarinnar – hins vegar margfalda þær tengslin, sjónarhornið og þar með efni sýningarinnar, þar sem þær á svo lifandi hátt virða fyrir sér gestinn sem stendur andspænis þeim. (þýðing H.K. úr texta Adelina Rosenstein)
Sýningin stendur til 14. júní og eru allir velkomnir.