14.9.08

 

Kristinn Már og Gæðaplánetan X

Kristinn Már Pálmason opnar sýninguna Gæðaplánetan X í DaLí Gallery laugardaginn 20. september kl. 14-17. Sýningin Gæðaplánetan X samanstendur af nýrri sex málverka seríu. Verkin eru unnin með olíu á þykkan birkikrossvið.

Í G.P.X. sækir Kristinn M.P. innblástur í pólitík og merkingarfræði, tímahugtakið og áberandi fortíðardýrkun samtímans (retro) sem endurspeglast svo skemmtilega í nostalgískri hönnun armbandsúra vorra daga en listamaðurinn safnar sjálfur úrum af töluverðri ástríðu. Ástríða fyrir fylgihlutum, þrá eftir meiri gæðum og völdum sem og þráin sjálf (þráhyggja og ást) eru undirtónn sýningarinnar en myndmál verkanna er þó margrætt og opið til túlkunar.

Sýningin er til 5. október.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?