17.9.07

 

Hlynur Hallsson sýnir ÞETTA - DAS - THIS


Hlynur Hallsson opnar sýninguna ÞETTA - DAS - THIS föstudaginn 21. september klukkan 17-19.
Sýningin samanstendur af spreyji á vegg, myndbandi, stórri ljósmynd með texta, litakúlum og minni textamyndum sem gestir geta tekið með sér.

Litakúlurnar koma frá sýningu sem Hlynur setti upp á Bókasafni Háskólans á Akureyri 2005 en myndbandið er frá þvi í sumar og hægt að sjá það nú þegar á netinu á http://youtube.com/watch?v=Hr7dcL6mp3U
Hlynur hefur verið að vinna með textamyndirnar síðustu ár og nú er væntanleg bók með öllum myndunum. Á sýningunni í DaLí Gallery þekur ein myndin heilan vegg en tvær aðrar eru í stöflum á gólfinu og geta gestir tekið með sér eintak. Hlynur var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2005 og gefur nú Akureyringum og öðrum sýningargestum myndir sem hægt er að hengja upp í til dæmis í eldhúsinu eða svefnherberginu. Textinn sem Hlynur spreyjar á vegginn í sýningarrýminu er splúnkunýr. Sýningin í DaLí Gallery stendur til 11. október 2007 en þann dag opnar Hlynur sýningu hjá EON í München.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?