28.5.08

 

Seby Ciurcina - AM I A GOOD PERSON?

Seby Ciurcina Opnar myndlistasýninguna ,, am I a good person?" þriðjudaginn 3. júní kl. 20. Myndlistamaðurinn Seby er frá Sikiley en býr og starfar í Berlin. Hann hefur komið víða við í listgreinum og er einnig tónlistamaður og fengist við leiklist. Seby verður á landinu tvær fyrstu vikurnar í júní og notar tækifærið og sýnir verk sín í DaLí Gallery á Akureyri meðan dvöl hans stendur.
Um myndlistamannin Seby:
Þótt Seby Ciurcina umbreyti sýningarsölum sínum með einum eða fleirum stórum máluðum hlutum (bílum, vængjum (eða flyglum), grímum), þá hafa andlitsmyndir hans sem festar hafa verið á veggina tvöföld áhrif: annars vegar lýsa þær persónulegu sambandi málarans við þá manneskju sem máluð er, eða tengslum milli hinnar máluðu manneskju og gesta sýningarinnar – hins vegar margfalda þær tengslin, sjónarhornið og þar með efni sýningarinnar, þar sem þær á svo lifandi hátt virða fyrir sér gestinn sem stendur andspænis þeim. (þýðing H.K. úr texta Adelina Rosenstein)
Sýningin stendur til 14. júní og eru allir velkomnir.

15.5.08

 

Inga Björk Harðardóttir sýnir Brýr



Inga Björk Harðardóttir opnar myndlistasýninguna Brýr í Dalí Gallery föstudaginn 16. maí kl. 17-19. Inga sýnir stórar landslagsmyndir málaðar með olíulitum. Myndirnar eru hluti af útskriftaverki Ingu Bjarkar frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Sýningin stendur til 31. maí

Inga Björk um verk sín:
Brýr eru táknrænar og á lífsleiðinni förum við yfir margar slíkar. Frá bernsku til fullorðinsára verða á vegi okkar hindranir og erfiðleikar sem við verðum að yfirstíga – þær brýr eins og hinar raunverulegu eru mislangar og misgreiðar yfirferðar.

Mér þykja gamlar brýr sérstaklega fallegar. Bogalínur og fallegar steinhleðslur skapa skemmtilegt samspil ljóss pg skugga, svo eru gömlu brýrnar smám saman að hverfa, þær molna og gróðurinn flæðir yfir.

3.5.08

 

Starfsdeild VMA vinnur í KOM INN

Listamennirnir 13 af starfsdeild VMA tóku þeirr áskorun að vinna í KOM INN á vinnustofu DaLí um leið og þau settu upp sýningu sína í sýningarrými DaLí. Eins og oft áður þá kemur KOM INN á óvart og verður spennandi að sjá viðbrögð sýningargesta við þessari nýju túlkun í rýminu KOM INN. Sýningin í KOM INN opnar í dag kl.14 og stendur til 11. maí.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?