11.3.09

 

GÓMS í DaLí Gallery

Laugardaginn 14. mars kl. 14-17 opna Margeir Dire S. og Georg Óskar sýninguna GÓMS í DaLí Gallery.
GÓMS eru sameiginlega unnin verk þeirra félaga unnin með blandaðri tækni. Hugmyndin að verkunum þeirra fæddist einhvern vegin svona:

"Skari!! verðum við ekki að fara gera eitthvað sjitt!
jú klárlega, hvað ertu eigilega að spá?
Bara eitthvað rúst!"

Þetta voru fyrstu orð samvinnu Georg Óskars og Margeirs Sigurðssonar,
verkin eru unnin á 6 mánaðar tímabili og binda þeir saman sýna ólíku
stíla og sitt svipaða hugarástand í myndlistina GÓMS.

Graffiti? já er það ekki?
Acrýll? já er það ekki?
málverk? já eigum við ekki að segja það?
penni? eeee...kúlupenni þá?
túss? já ég meina?
bílasprautun? já til sprauta bílinn í myndinni þá?


Sýningin stendur til 29. mars og eru allir velkomnir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?