30.4.08

 

List án landamæra Starfsdeild VMA

Samsýning 13 listamanna af Starfsdeild Verkmenntaskólans á Akureyri í nafni Listar án landamæra opnar laugardaginn 3.maí kl.15-17.
Á sýningunni má sjá málverk, teikningar, skúlptúr, myndbandsverk, textíl og skartgripi sem er afrakstur listafólksins á vorönn 2008.


Listamennirnir eru:

Andri Már Lýðsson
Baldvin Steinn Torfason
Dagrún Finnsdóttir
Bára Ásbjörnsdóttir
Hafþór Ægir Guðmundsson
María Einarsdóttir
Rósa Ösp Traustadóttir
Sigrún Björk Friðriksdóttir
Sigrún Ísleifsdóttir
Sindri Thorlacius
Þórunn Ósk Guðjónsdóttir
Marteinn Ingibjörnsson
Vilhjálmur Georg Árnason



7.4.08

 

Jóhannes Dagsson sýnir ,,stöðumyndir"


Efnivið sinn sækir Jóhannes í tvö af fyrirferðarmeiri menningarfyrirbærum liðinnar aldar, modernisma og fótbolta. Stöðumyndir er ellefta einkasýning Jóhannesar og á hann einnig að baki þátttöku í fjölmörgum samsýningum.

Jóhannes lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1997 og námi í heimsspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands 2000. Síðan lá leið hans til Skotlands til listnáms í Edinburgh College of Art sem hann lauk árið 2002, en í dag stundar hann meistaranám í heimspeki við Háskóla Íslands.

Jóhannes fagnar nú tíu ára sýningarafmæli á þessu ári en í apríl fyrir 10 árum hóf hann sýningarferil sinn á samsýningunni ,,Konur" í Safnahúsinu á Húsavík .

Sýningin ,,Stöðumyndir stendur til 27. apríl í DaLí Gallery á Akureyri og er sýningin opin föstudaga og laugardaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?