30.3.07

 

Sigríður Ágústsdóttir


Sigríður Ágústsdóttir sýnir handmótaða, reykbrennda vasa í DaLí gallerí. Sýningin verður opnuð á skírdag, fimmtudaginn 5.apríl kl. 17-20 og stendur til sunnudagsins 29. apríl.

Sigríður stundaði listnám í École d’Art et d’Architecture í Marseille í Frakklandi og í Cambridgeshire College of Art and Technology, Cambridge, Englandi á áttunda áratugnum. Sigríður hefur sýnt verk sín víða, hér heima og heiman, en sl. átta ár hefur hún verið búsett á Akureyri þar sem hún rekur vinnustofu í Listagilinu ásamt öðrum myndlistarmönnum og kennir jafnframt leirmótun í grunnskólum Akureyrar og á dagdeild FSA.
opið um páskana:
Skírdag 17-20
Laugardag 14-18
Annan í páskum 14-18

23.3.07

 

Margeir ,,Dire" Sigurðarson


Margeir ,,Dire" opnar sýninguna “preshure”á morgun laugardaginn 24.mars klukkan 17 Í rýminu KOM-INN í DaLí Gallery.

Verk Margeirs ,,Preshure" fjallar um hömlur lífsins af öllu tagi. Klesstur uppvið glerið, fastur, horfir á lífið utan við. Svo nálægt en samt ekki. Alltaf eru að opnast nýjar dyr og ný tækifæri og glerið samt áfram til staðar.

Margeir er nemandi í Myndlistaskólanum á Akureyri og hefur einnig numið myndlist í Verkmenntaskólanum á Akureyri og í Lahti Insitute of Fine Arts í Finnlandi. Margeir hefur haldið einkasýningar á Akureyri og tekið þátt í samsýningum á Akureyri, í Finnlandi, Barcelona og New York.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?