30.3.07

 

Sigríður Ágústsdóttir


Sigríður Ágústsdóttir sýnir handmótaða, reykbrennda vasa í DaLí gallerí. Sýningin verður opnuð á skírdag, fimmtudaginn 5.apríl kl. 17-20 og stendur til sunnudagsins 29. apríl.

Sigríður stundaði listnám í École d’Art et d’Architecture í Marseille í Frakklandi og í Cambridgeshire College of Art and Technology, Cambridge, Englandi á áttunda áratugnum. Sigríður hefur sýnt verk sín víða, hér heima og heiman, en sl. átta ár hefur hún verið búsett á Akureyri þar sem hún rekur vinnustofu í Listagilinu ásamt öðrum myndlistarmönnum og kennir jafnframt leirmótun í grunnskólum Akureyrar og á dagdeild FSA.
opið um páskana:
Skírdag 17-20
Laugardag 14-18
Annan í páskum 14-18

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?