21.7.11

 

starfsemi er lokið í DaLí gallery


DaLí Gallery samstarfsverkefni okkar Dagrúnar og Línu er lokið. Síðustu sýningar voru 2010 og nú 2011 erum við fluttar á nýjar vinnustofur.
Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) er að flytja til Noregs og Dagrún Matthíasdóttir er flutt í Listagilið og er þar bæði með vinnustofu og rekur Mjólkurbúðina sem er sýningarsalur í Listagilinu hér á Akureyri.
Við stöllur erum mjög þakklátar fyrir allt það góða og skemmtilega starf sem var í DaLí Gallery allt frá 2006 og hugsum hlýlega til alls þess góða fólks sem átti leið um í DaLí Gallery, góðra vina, listamanna, gesta og allra þeirra sem glæddu staðinn okkar lífi og gáfu starfsseminni lit.
kær kveðja og þakklæti
Da og Lí
Dagrún og Lína :)

14.9.10

 

opin vinnustofa á degi myndlistar


DaLí vinnustofa verður opin kl.14-17 á degi myndlistar 2. oktober. Dagrún og Lína bjóða gesti velkomna að kíkja við og bera vinnustofuna augum ásamt góðu spjalli.
Allir velkomnir og heitt á könnunni.

 

Dagrún og Lína í DaLí Gallery

Yfirstandandi er samsýning Dagrúnar Matthíasdóttur og Sigurlínar M. Grétarsdóttur í DaLí Gallery á olíumálverkum. Ekki er opið á hefðbundnum tímum heldur er aðeins um svokallaða gluggasýningu að ræða. Dagrún og Lína er með vinnustofu í sama húsnæði DaLí vinnustofu og nýta rýmið til upphenginga á eigin verkum milli sýninga annarra listamanna.

6.1.10

 

Margrét Buhl opnar sýningu í DaLí Gallery

Laugardaginn 9. janúar opnar Margrét Buhl sýningu í DaLí Gallery kl.14-17.
Myndlistakonan Margrét Buhl vinnur innsetningu í salinn og er umfjöllunarefnið minningar, tímabil og tónlistatengsl með persónulegri nálgun hennar sjálfrar. Margrét er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri og er þetta fyrsta einkasýning listakonunnar.
Sýningin stendur til 24. janúar.

 

Jana María Guðmundsdóttir opnar í KOM INN

Jana María Guðmundsdóttir opnar sýningu laugardaginn 9.janúar í litla rýminu KOM INN á DaLí vinnustofu, kl.14-17.
Jönu Maríu er margt til lista lagt og tók þeirri áskorun að vinna verk í KOM INN sem er eitt minnsta sýningarrými landsins. Verkið er innsetning þar sem listakonan leikur sér með upplifanir skynfæranna og andlega næringu. Jana María lauk fornámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, burtfararprófi í einsöng í Söngskóla Reykjavíkur og BA í leiklist við Konunglega Listaháskólann í Skotlandi, Royal Schottish Academy of Music and Drama og er nú fastráðin leikkona í Leikfélagi Akureyrar.

10.11.09

 

Sýningin Dísir framlengd

Dísir - Sýning Hrefnu Harðardóttur í DaLí Gallery verður framlengd til 15.
nóvember.
Hrefna tekur á móti gestum í DaLí Gallery síðasta
sýningardaginn.
Allir velkomnir

DaLí Gallery
Brekkugata 9- Akureyri
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17

22.10.09

 

Hrefna Harðardóttir og Dísir í DaLí Gallery

Hrefna Harðardóttir opnar sýninguna DÍSIR fyrsta vetrardag laugardaginn 24. október kl. 14-17.
Undanfarin ár hefur Hrefna verið að móta í leir, myndir af fornum gyðjumog þannig reynt að skilja formæður sínar og heiðra kvenmenningararfinn,því sagt er; án fortíðar er engin framtíð. Að þessu sinni hefur hún valið að ljósmynda þrettán dásamlegar nútímakonurog gert þær að táknmyndum DÍSA. Með því vill hún sýna hvað konur getaverið fagrar, flottar, duglegar og klárar og hve máttur þeirra er mikill. Menn kvöddu sumar og heilsuðu vetri með blóti, bæði til goða og vætta ogekki síst dísa og þannig kveður hún sumar og heilsar vetri á fyrstavetrardegi árið 2009.

Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-17.

23.9.09

 

Save us! - Bjargið Okkur!


Friðlaugur Jónsson opnar sýninguna Save us!-Bjargið okkur! - laugardaginn 26.september kl.14-17. Friðlaugur er grafískur hönnuður og sýnir stafræn málverk og leturverk sem hann vann sérstaklega fyrir þessa fyrstu einkasýningu sína í DaLí Gallery.

Sýningin stendur til 11. október og eru allir velkomnir.

4.9.09

 

Mireyja, Vættir og Amboð í DaLí Gallery

Mireya Samper opnar myndlistasýninguna Vættir í DaLí Gallery á Akureyri laugadaginn 5. September kl.14-17.
Sýning Mireyu samanstendur af skúlptúr og myndverkum unnum með blandaðri tækni og eru öll verkin ný og sérstaklega unnin fyrir sýninguna Vættir. Mireya fjallar um íslenska vætti og verur á sýningunni en með þeim leynist einn japanskur shaman.

Mireya tekur einnig þeirri áskorun að vinna inn í litla rýmið KOM INN á vinnustofu DaLí og sýnir þar innsetninguna Amboð.

Sýningarnar Vættir og Amboð standa til 20. september og eru allir velkomnir

This page is powered by Blogger. Isn't yours?