10.7.07
Helgi Kristinsson sýnir ,,Sound Orb"

Helgi Kistinsson opnar sýningu sína ,,Sound Orb" í DaLí Gallery laugardaginn 14. júlí kl. 17. Verk hans Sound Orb er innsetning og hljóðverk í viðkvæmum gifskúlum sem áhorfandi/hlustandi getur handfjatlað og lagt við hlustir hljóð hverrar kúlu fyrir sig. Listamaðurinn setur fram spurningar um rými og tilvist þess og skapar í leiðinni ákveðið andrúmsloft fyllt hljóðum. Sýningin stendur til 27.júlí.