14.5.07
Sigurlín M. Grétarsdóttir ,,Lína"

Sigurlín M. Grétarsdóttir ,,Lína" opnar málverkasýningu í Dalí Gallery laugardaginn 19. maí milli klukkan 18 og 21. Lína útskrifast þessa sömu helgi frá Myndlistaskólanum á Akureyri og í tilefni þess sýnir hún olíumálverk sín af brasshljóðfærum sem sýna samhljóm og litatóna blásturshljóðfæranna. Útskriftarverkefni Línu er hins vegar sýnt á samsýningu útskriftanema í Myndlistaskólanum á Akureyri í kaupvangsstræti þessa sömu helgi.