8.7.09

 

Dagrún í DaLí

Dagrún Matthíasdóttir opnar sýninguna TRÉ í DaLí Gallery laugardaginn 11. júlí kl. Þar vinnur Dagrún í rými gallerísins og gerir tréð að umfjöllunarefni. Merking trés getur verið mjög fjölbreytt og táknmyndir þess margar og er sú tálsýn að peningar vaxi á trjánum mjög heillandi.
Dagrún Matthíasdóttir er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri og er í námi við Háskólann á Akureyri í Nútímafræði og kennslufræðum til réttinda. Hún er annar eigandi DaLí Gallery og er félagi í samsýningarhópnum Grálist og Myndlistafélaginu.
Sýningin í DaLí Gallery stendur til 19. júlí.
http://www.dagrunmatt.blogspot.com/
http://www.gralist.wordpress.com/
Sýningin stendur til 19. júlí og eru allir velkomnir.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?