5.2.09

 

Sæunn Þorsteinsdóttir og Veggskraut í DaLí

Sæunn Þorsteinsdóttir opnar myndlistasýninguna Veggskraut í DaLí Gallery laugardaginn 14. febrúar kl. 14-17.
Sæunn vinnur með hringformið sem er henni hugleikið og hefur gamalt íslenskt munstur oft veitt henni innblástur auk þess sem hún reynir að fanga munstur kviksjár. Litagleði og síbreytileg munstur kviksjánnar eru kveikjan að þessari sýningu Sæunnar þar sem hún leikur sér að því að fanga kviksjá hugar síns. Myndirnar eru unnar á við með blandaðri tækni, túss, vatnslitum, akrýllitum og lakki.
Sýning Sæunnar stendur til 1. mars og eru allir velkomnir.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?