13.1.09

 

Anna Gunnarsdóttir og Sjávarföll í DaLí Gallery
Anna Gunnarsdóttir bæjarlistamaður Akureyrarbæjar opnar sýninguna Sjávarföll í DaLí Gallery föstudaginn 16. janúar kl. 17-19.
Verkin eru unnin út frá gamalli tækni sem notuð var við körfugerð hjá frumbyggjum ameríku og einnig í Malasíu. Verkin eru vafin með þráðum í einskonar vöndul sem er síðan formaður í hring. Kraftur verkanna líkir eftir þeirri orku er myndast hringin í kringum landið við sjávarföll.
Anna hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis og fengiðviðurkenningar fyrir verk sín.
Sýning Önnu Gunnarsdóttur Sjávarföll stendur til 1. febrúar og eru allir velkomnir.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?