11.11.08

 

Ása Óla og Samansafn í DaLí Gallery


Ása óla opnar myndlistasýninguna Samansafn í DaLí Gallery laugardaginn 15.nóvember kl. 14-17.Þetta er þriðja einkasýning Ásu og sýnir hún teikningar og málverk frá fyrri sýningum auk nýrra verka sem hafa þróast út frá þeim. Myndirnar eru af verum, púkum, gyðjum og geishum sem vísa til sjálfsmyndar listakonunnar. Ása Óla útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 og er félagi í samsýningarhópnum Grálist.
Sýning Ásu stendur til 30. nóvember.
Allir velkomnir

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?