15.10.08

 

Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson

Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýninguna Farvegir laugardaginn 18. október kl. 14-17 í DaLí Gallery á Akureyri.
Leið vatns frá upptökum til ósa. Leið manns frá legi til moldar.
Allt ferli sýningarinnar sem slíkrar er farvegur. Frá hugmynd til full unnina verka sem kvíslast yfir í aðra farvegi og leiðir til annarra ósa.
Á sýningunni eru stafrænar ljósmyndir eftir Trausta Dagsson og hliðrænar blýantsteikningar eftir Ólaf Sveinsson. Verkin eru unnin á síðastliðnum þremur árum og hafa öll tilvísun í hlutbundna hversdagslega farvegi.

Sýningin stendur til 1. nóvember

Allir velkomnir

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?