7.4.08

 

Jóhannes Dagsson sýnir ,,stöðumyndir"


Efnivið sinn sækir Jóhannes í tvö af fyrirferðarmeiri menningarfyrirbærum liðinnar aldar, modernisma og fótbolta. Stöðumyndir er ellefta einkasýning Jóhannesar og á hann einnig að baki þátttöku í fjölmörgum samsýningum.

Jóhannes lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1997 og námi í heimsspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands 2000. Síðan lá leið hans til Skotlands til listnáms í Edinburgh College of Art sem hann lauk árið 2002, en í dag stundar hann meistaranám í heimspeki við Háskóla Íslands.

Jóhannes fagnar nú tíu ára sýningarafmæli á þessu ári en í apríl fyrir 10 árum hóf hann sýningarferil sinn á samsýningunni ,,Konur" í Safnahúsinu á Húsavík .

Sýningin ,,Stöðumyndir stendur til 27. apríl í DaLí Gallery á Akureyri og er sýningin opin föstudaga og laugardaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?