14.3.08

 

Þura kynnir bókina STÓÐ


Í tengslum við opnun myndlistasýningar Þuríðar Sigurðardóttur ,,STÓÐ" í DaLí Gallery laugardaginn 15. mars, kynnir myndlistakonan bók sína STÓÐ.

Bókin STÓÐ inniheldur myndir af málverkum Þuríðar auk skrifa Markúsar Þórs Andréssonar - nærsýni. Þar fjallar hann á skemmtilegan hátt um list Þuru og nálgun hennar á viðfansefnið, myndröðina STÓÐ. Bókin er gefin út af Þuríði Sigurðardóttir. Um prentun sáu Prentmet og hönnun Bjarki Pétursson.

Afar vönduð og áhugaverð bók sem ferðast beint út prentun til Akureyrar, til kynningar á morgun í DaLí Gallery.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?