16.8.07

 

,,Stóll á mann" á Akureyrarvöku

Í tengslum við Akureyrarvöku opnar sýningin ,,Stóll á mann" fimmtudagskvöldið 23. ágúst klukkan 20 í DaLí Gallery. Þetta er samsýning í umsjá Ragnhildar Ragnarsdóttur og Sigrúnar Sigvaldadóttur sem báðar er grafískir hönnuðir og hugmyndasmiðir verkefnisins. Samsýningin samanstendur af 30 stólum unnum af ýmsum aðilum sem fengu úthlutað einum stól á mann til hönnunar og listtúlkunar, hver á sinn hátt. Stólarnir hafa ferðast víða á sýningar og er endastöð ferðalags þeirra í Dalí Gallery og fer hver stóll heim til sín að sýningu lokinni.
Listafólk og hönnuðir stólanna eru: Helga Helgadóttir kennari, Grímur Bjarnason, ljósmyndari og Bjarni Grímsson ljósmyndari, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir teiknari, Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður, Rósa Helgadóttir myndlistarmaður, Helgi Þorgils Friðþjófsson myndlistarmaður, Tolli myndlistarmaður, Halla Helgadóttir grafískur hönnuður, Guðmundur Oddur grafískur hönnuður og myndlistarmaður, Marteinn Viggóson prentmiðlari, Birgir Jóakimsson grafískur hönnuður, Miles Henderson myndlistarmaður, Birgir Ómarsson grafískur hönnuður, Halldór Baldursson teiknari, Sigríður Ólafsdóttir myndlistarmaður,Vigdís Arna Jónsdóttir nemi og athafnakona, Íris Pétursdóttir kokkur, Snorri Birgir Snorrason kokkur, Axel Hallkell leikmyndahöfundur, Ragnhildur Zoega verkefnastjóri, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Páll Ólafsson hönnuður, Assa Þorvarðardóttir nemi, Berglind Rósa Birgisdóttir nemi, Hildur Zoega hönnuður, Kári Eyþórsson ráðgjafi, Þrúður Óskarsdóttir grafískur hönnuður, Björg Vilhjálmsdóttir hönnuður, Marta Luiza Macuga leikmyndahönnuður og Irja Gröndal nemi.
Í tengslum við stólasýninguna er fyrirhugaður súpugjörningur á Akureyrarvöku, laugardagskvöld kl.20.
Sýningin stendur aðeins yfir eina helgi og er DaLí Gallery því opið föstudag til sunnudags frá kl.14-17 og einnig laugardagskvöldið frá kl. 20-00 vegna menningarhátíðarinnar Akureyrarvöku.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?