27.2.07

 

Spessi ,,Location-Farms"


Spessi opnar ljósmyndasýningu í DaLí gallery laugardaginn 3. mars klukkan 17-20. Sýning Spessa nefnist ,,Location-Farms" og eru þar ásamt öðrum, nokkrar myndir af bæjum úr Öxnadalnum.
Spessi er þekktur ljósmyndari bæði hér heima og erlendis, einkum fyrir portraitljósmyndir af fólki og stöðum. Hann á að baki fjölda ljósmyndasýninga og hafa ljósmyndir Spessa prýtt tímarit og blöð. Í ljósmyndum sínum fæst hann gjarnan við hversdagsleikann og sýnir okkur hlutina eins og þeir eru. Myndir hans segja sannarlega sína sögu.
Sýning Spessa stendur til 22. mars.


Comments:
Hlakka til að sjá þetta, kveðja Karen.
 
frábær sýning :)
 
Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?