25.8.08

 

Baltasar og Kristjana Samper

Listamennirnir og hjónin Kristjana Samper og Baltasar Samper opna samsýningu í Dalí Gallery laugardaginn 30. ágúst kl. 17 á Akureyrarvöku, afmælishátíð Akureyrar.
Á sýningunni verða sýnd málverk eftir Baltasar sem unnin eru upp úr goðafræði, sértaklega Eddukvæðum og skúlptúrar eftir Kristjönu sem vísa til fornrar trúar.
Sýningin stendur til 14. september og eru allir velkomnir.

5.8.08

 

Lína sýnir það sem augað ekki greinir

Sigurlín M. Grétarsdóttir opnar myndlistasýninguna ,, Það sem augað ekki greinir" föstudaginn 8. ágúst kl. 17-20 í DaLí Gallery.
Lína dregur fram fegurðina í því sem við sjáum í hversdagsleikanum en augað greinir ekki vegna smæðar sinnar og setur það fram í olíumálverkum sínum svo allir getið notið.

Sýningin stendur til 24. ágúst



This page is powered by Blogger. Isn't yours?