31.12.08

 

Gleðilegt og farsælt komandi ár

Gleðilega hátíð og okkar bestu óskir um gleði og gæfu á nýju ári. Við þökkum öllum listamönnum, gestum gallerísins, vinum og aðstoðarfólki okkar fyrir gott og skemmtilegt samstarf á árinu sem er að líða.

Með þökk fyrir vandaðar sýningar og gleðistundir í DaLí Gallery


Dagrún og Lína í DaLí Gallery
Næsta sýningaropnun er föstudagskvöldið 16. janúar 2009. Bæjarlistamaðurinn Anna Gunnarsdóttir setur upp glæný textíllistaverk og eru allir velkomnir.

4.12.08

 

Sýning Ásu framlengd og DaLí vinnustofa opin 13.-14.des


Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd til 7. desember í DaLí Gallery, Brekkugötu 9.

DaLí vinnustofa verður opin helgina 13.-14. desember kl.14-17 og verða dalíurnar á staðnum.
Á vinnustofunni má sjá verk eftir Dagrúnu Matthíasdóttur, Sigurlín M. Grétarsdóttur-Línu, Ingu Björk Harðardóttur og Hrafnhildi Ýr Vilbertsdóttur -Krummu.

Svo má líta við í kreppuhillunni svokölluðu þar sem hægt er að fá myndlist á sanngjörnu verði.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?