27.2.07

 

Spessi ,,Location-Farms"


Spessi opnar ljósmyndasýningu í DaLí gallery laugardaginn 3. mars klukkan 17-20. Sýning Spessa nefnist ,,Location-Farms" og eru þar ásamt öðrum, nokkrar myndir af bæjum úr Öxnadalnum.
Spessi er þekktur ljósmyndari bæði hér heima og erlendis, einkum fyrir portraitljósmyndir af fólki og stöðum. Hann á að baki fjölda ljósmyndasýninga og hafa ljósmyndir Spessa prýtt tímarit og blöð. Í ljósmyndum sínum fæst hann gjarnan við hversdagsleikann og sýnir okkur hlutina eins og þeir eru. Myndir hans segja sannarlega sína sögu.
Sýning Spessa stendur til 22. mars.


9.2.07

 

Linda Björk Óladóttir


Linda Björk opnar málverkasýninguna ,,Kona" laugardaginn 10. febrúar klukkan 17. Linda Björk útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2006 og er þetta fjórða einkasýning hennar að loknu námi. Sýningin stendur til 25. febrúar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?