15.10.08
Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson

Leið vatns frá upptökum til ósa. Leið manns frá legi til moldar.
Allt ferli sýningarinnar sem slíkrar er farvegur. Frá hugmynd til full unnina verka sem kvíslast yfir í aðra farvegi og leiðir til annarra ósa.
Á sýningunni eru stafrænar ljósmyndir eftir Trausta Dagsson og hliðrænar blýantsteikningar eftir Ólaf Sveinsson. Verkin eru unnin á síðastliðnum þremur árum og hafa öll tilvísun í hlutbundna hversdagslega farvegi.
Sýningin stendur til 1. nóvember
Allir velkomnir