6.11.07
Karen Dúa sýnir ,,klippimynd"

Karen Dúa er fædd á Akureyri árið 1982. Hún tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri árið 2002 og lauk myndlistarnámi frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Karen Dúa rekur Gallery BOX ásamt fleirum og er vinnustofa hennar staðsett þar á sama stað. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en sýningin klippimynd í DaLí gallery er þriðja einkasýning hennar að námi loknu. Hún er einnig með sýningu á Veggverk á sama tíma og ættu sýningargestir að rölta þangað og virða fyrir sér verk hennar þar í leiðinni.
Sýning Karenar Dúu í DaLí Gallery stendur til 25. nóvember.