15.6.07
Dagrún Matthíasdóttir sýnir ,,19"

Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistasýninguna ,,19” þriðjudaginn 19. júní í DaLí Gallery á Akureyri, klukka 17 – 19.
Dagrún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2006 og er nemi í nútímafræði við Háskólann Akureyri.
,, Ég mátti til með að fara í bleika gírinn í tilefni dagsins. Myndirnar mínar eru sjálfsmyndir þar sem ég máta nokkrar staðalímyndir og spái í femínísk hugðarefni.” Sýningin stendur til 8. júlí.
Dagrún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2006 og er nemi í nútímafræði við Háskólann Akureyri.
,, Ég mátti til með að fara í bleika gírinn í tilefni dagsins. Myndirnar mínar eru sjálfsmyndir þar sem ég máta nokkrar staðalímyndir og spái í femínísk hugðarefni.” Sýningin stendur til 8. júlí.
Nelli og Tuomo gestir í KOM - INN

Tuomo Nevalainen frá Eno í Finnlandi og Nelli Penna frá Lahti opna sýningu í KOM-INN sem nefnist ,,Take a Way" þriðjudaginn 19. júní kl. 17. Þar velta þau fyrir sér gildi lista og málverksins, verðgildi og sannleiksgildi og hvort listamaðurinn sjálfur eða verkið sjálft sé meira í hávegum haft.
Nelli og Tuomo eru nemar við listaskólann í Lahti í Finnlandi en komu hingað sem skiptinemar í vetur í Myndlistaskólann á Akureyri og dveljas hér í sumar.