21.7.11

 

starfsemi er lokið í DaLí gallery


DaLí Gallery samstarfsverkefni okkar Dagrúnar og Línu er lokið. Síðustu sýningar voru 2010 og nú 2011 erum við fluttar á nýjar vinnustofur.
Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) er að flytja til Noregs og Dagrún Matthíasdóttir er flutt í Listagilið og er þar bæði með vinnustofu og rekur Mjólkurbúðina sem er sýningarsalur í Listagilinu hér á Akureyri.
Við stöllur erum mjög þakklátar fyrir allt það góða og skemmtilega starf sem var í DaLí Gallery allt frá 2006 og hugsum hlýlega til alls þess góða fólks sem átti leið um í DaLí Gallery, góðra vina, listamanna, gesta og allra þeirra sem glæddu staðinn okkar lífi og gáfu starfsseminni lit.
kær kveðja og þakklæti
Da og Lí
Dagrún og Lína :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?