22.10.09

 

Hrefna Harðardóttir og Dísir í DaLí Gallery

Hrefna Harðardóttir opnar sýninguna DÍSIR fyrsta vetrardag laugardaginn 24. október kl. 14-17.
Undanfarin ár hefur Hrefna verið að móta í leir, myndir af fornum gyðjumog þannig reynt að skilja formæður sínar og heiðra kvenmenningararfinn,því sagt er; án fortíðar er engin framtíð. Að þessu sinni hefur hún valið að ljósmynda þrettán dásamlegar nútímakonurog gert þær að táknmyndum DÍSA. Með því vill hún sýna hvað konur getaverið fagrar, flottar, duglegar og klárar og hve máttur þeirra er mikill. Menn kvöddu sumar og heilsuðu vetri með blóti, bæði til goða og vætta ogekki síst dísa og þannig kveður hún sumar og heilsar vetri á fyrstavetrardegi árið 2009.

Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-17.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?