23.9.09

 

Save us! - Bjargið Okkur!


Friðlaugur Jónsson opnar sýninguna Save us!-Bjargið okkur! - laugardaginn 26.september kl.14-17. Friðlaugur er grafískur hönnuður og sýnir stafræn málverk og leturverk sem hann vann sérstaklega fyrir þessa fyrstu einkasýningu sína í DaLí Gallery.

Sýningin stendur til 11. október og eru allir velkomnir.

4.9.09

 

Mireyja, Vættir og Amboð í DaLí Gallery

Mireya Samper opnar myndlistasýninguna Vættir í DaLí Gallery á Akureyri laugadaginn 5. September kl.14-17.
Sýning Mireyu samanstendur af skúlptúr og myndverkum unnum með blandaðri tækni og eru öll verkin ný og sérstaklega unnin fyrir sýninguna Vættir. Mireya fjallar um íslenska vætti og verur á sýningunni en með þeim leynist einn japanskur shaman.

Mireya tekur einnig þeirri áskorun að vinna inn í litla rýmið KOM INN á vinnustofu DaLí og sýnir þar innsetninguna Amboð.

Sýningarnar Vættir og Amboð standa til 20. september og eru allir velkomnir

This page is powered by Blogger. Isn't yours?